Fimm daga Fjaðrafok í Varmahlíð

Dans-og sirkuslistahópur lék listir sínar í Varmahlíð í síðustu viku. Myndir: KSE
Dans-og sirkuslistahópur lék listir sínar í Varmahlíð í síðustu viku. Myndir: KSE

Dans- og fimleikahópurinn Bíbí & Blaka var, ásamt írskum sirkushóp, við æfingar í íþróttahúsinu í Varmahlíð í síðustu viku. „Þetta er búið að vera pínu ævintýri, að fá að fylgjast með þessu,“ sagði Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri í Varmahlíð, þegar Feykir kíkti þangað á sýningu sem hópurinn hafði boðið leik-og grunnskólabörnum í Varmahlíð að fylgjast með.

Tinna Grétarsdóttir, danshöfundur Bíbí & Blaka hópsins, sem gert hefur ýmsar sýningar fyrir leikskóla, segist hafa kynnst listrænum stjórnanda írska hópsins, sem kallar sig Fidget Feet, á Indlandi. „Við fengum að nýta okkur aðstöðuna hér, því við þurfum að hafa hátt til lofts og vítt tilveggja,“ sagði Tinna, aðspurð um hvers vegna Varmahlíð varð fyrir valinu sem æfingastaður fyrir hópinn. Nánar er fjallað um þetta í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út sl. miðvikudag en meðfylgjandi myndir tók Kristín S. Einarsdóttir blaðamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir