Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.

Skemmst er að minnast þegar hún hún flutti Cher lagið Do you believe in life after love í keppninni í fyrra og Sölku varð svo mikið um að hún reif takkann af stólnum sínum. Að þessu sinni sneru allir fjórir dómararnir stólum sínum við þegar Hrafnihdilur flutti lagið Foolish Games með Jewel og Helgi hafði orð á því að hann kannaðist við þessa rödd.

Í viðtali á mbl.is segist Hrafnhildur hafa átt miklu meira inni og ekki verið tilbúin að detta út þegar hún datt út í keppninni í fyrra. „Ef enginn hefði snúið sér við hefði þetta verið kjaftshögg hugsa ég, maður leggur svo mikið í sölurnar þegar maður hættir á að koma aftur,“ segir Hrafnhildur meðal annars í viðtali á mbl.is.

Síðasta árið hefur Hrafnhildur nýtt vel. Hún dreif sig í söngnám hjá Heru Björk og hefur auk þess verið að taka upp frumsamda tónlist fyrir Youtube síðuna sína. Hún segir vissulega stressandi að taka þátt í blindprufunni, þrátt fyrir að hafa gert það áður og þrátt fyrir að hafa komið fram í 20 ár, en margir muna eflaust enn eftir þátttöku hennar í söngkeppni framhaldsskóla á sínum tíma.

Í fyrra féll Hrafnhildur úr keppni eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðar stóð uppi sem sigurvegari í þáttaröðinni. Dómararnir voru ekki á eitt sáttir á sínum tíma hvort þeirra ætti sigurinn í einvíginu skilið. Í dag býr Hrafnhildur í Reykjavík eftir að hafa búið víðs vegar um landið og verið óhrædd að stökkva á spennandi tækifæri og breyta til vegna atvinnu sinnar. Hún segist í lok viðtalsins á mbl.is vera „dreifbýlistútta í hjarta sínum.“

Feyki er ekki kunnugt um að Norðurland vestra eigi fleiri keppendur í Voice að þessu sinni en í fyrra fylgdumst við grannt með þátttöku þeirra Hrafnhildar og Skagfirðinganna Ellerts Jóhannssonar og Sigvalda Helga Gunnarssonar, sem báðir komust í fjögurra manna úrslit en Ellert háði lokakeppni við Hjört Traustason, sem sigraði keppnina eins og fyrr segir.

Tengdar fréttir:

Hvað gera Ellert, Hrafnhildur og Sigvaldi í The Voice?

Bolvíkingurinn Hjörtur digarði The Voice Íslands

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir