Frá 17. júní á Blönduósi

Leikskólabörn á Blönduósi tóku lagið. MYNDIR FRÁ HÚNABYGGÐ OG ÓAB
Leikskólabörn á Blönduósi tóku lagið. MYNDIR FRÁ HÚNABYGGÐ OG ÓAB

Sumir virðast telja að það sé alltaf rok og rigning á þjóðhátíðardeginum góða. Svo er auðvitað ekki þó veðrið sé vissulega misjafnt þann 17. júní. Veður var með besta móti á Norðurlandi vestra í gær þegar haldið var upp á daginn, víðast hvar hlýtt og stillt þó skýin hafi skyggt á sólargeislana. Feykir tók stöðuna á Blönduósi í gær en þar var margt um manninn og mikið um að vera alla helgina því auk þjóðhátíðardagskrár fóru Smábæjarleikarnir í fótbolta fram nú um helgina.

Það var því líf og fjör um miðjan dag í gær við Húnaskóla og íþróttamiðstöðina þegar hátíðardagskrá var í gangi og svæðið til einstakrar fyrirmyndar. Stöðugur straumur var í sundlaugina og alls kyns afþreyingu en á sviðinu var sungið og trallað auk þess sem sveitarstjóri, Pétur Arason, flutti hátíðarræðu og fjallkonan, Jóhanna Björk Auðunsdóttir, fór með tölu.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem fengnar voru að láni af síðu Húnabyggðar og frá ljósmyndara Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir