Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

Fulltrúar Ungmennaráðs ásamt félagsmála- og tómstundanefnd, frístundastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Fulltrúar Ungmennaráðs ásamt félagsmála- og tómstundanefnd, frístundastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. júní síðastliðinn en á fundinum voru reglur ráðsins til umfjöllunar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að samkvæmt reglunum skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.

„Fundurinn var mjög gagnlegur öllum aðilum en félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði,“ segir í fréttinni.

Feykir hafði áður greint frá fyrsta fundi ráðsins sem fram fór í desember síðastliðnum Ungmennaráð Skagafjarðar skipa Mikael Jens Halldórsson formaður, Katla Huld Halldórsdóttir varaformaður og Óskar Aron Stefánsson ritari sem skipuð eru til tveggja ára en meðstjórnendur eru Íris Helga Aradóttir, Hulda Þórey Halldórsdóttir, Trausti Helgi Atlason og Markús Máni Gröndal sem eru skipuð til eins árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir