Fyrirsætur fyrr og nú

Svona hefði forsíða JólaFeykis litið út í dag með sömu fyrirsætum og prýddu forsíðu Jólablaðsins fyrir níu árum.
Svona hefði forsíða JólaFeykis litið út í dag með sömu fyrirsætum og prýddu forsíðu Jólablaðsins fyrir níu árum.

Það er alltaf gaman að því þegar lesendur Feykis eða fylgisfólk sendir okkur línu eða mynd. Nú skömmu fyrir jólin fóru nemendur Varmahlíðarskóla í morgunferð og heimsóttu Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Í hópnum voru þrír krakkar sem prýtt höfðu forsíðu Jólablaðs Feykis árið 2013.

Þau Ragnhildur, Arndís og Valdimar ákváðu því að það væri tilvalið að endurtaka leikinn. Að vísu var það ekki Pétur Ingi ljósmyndari sem tók myndina í þetta skiptið. Þau voru semsagt 6 ára gömul þegar fyrri myndin var tekin en eru nú orðin 15 ára.
Þau sendu Feyki nýju myndina og var því ekki annað hægt en að skella þeim saman á eina plat forsíðu – líkt og þau hefðu prýtt forsíðuna 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir