Glaðningur til foreldra nýfæddra íbúa í Húnaþingi vestra

Mynd af vef Húnaþings vestra.
Mynd af vef Húnaþings vestra.

Í ár mun Húnaþing vestra brydda upp á þeirri ánægjulegu nýung að færa nýbökuðum foreldrum í sveitarfélaginu litla gjöf til að bjóða nýfædda íbúa velkomna í heiminn.

„Með gjöfinni viljum við undirstrika áherslu okkar á fjölskylduvænt samfélag. Hér í sveitarfélaginu er afar gott umhverfi fyrir barnafjölskyldur og viljum við með þessu halda áfram að styrkja það umhverfi enn frekar. Við vonum að gjöfin komi að góðum notum og hlökkum til að taka vel á móti börnum sem koma í heiminn í sveitarfélaginu á árinu" segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.

Gjöfin samanstendur af samfellu, slefsmekk, bleijupakka, snuði, pela og sýnishornum af vörum sem henta vel fyrir nýburann og brjóstagjöfina.

Heimild: Hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir