Glanni glæpur í Bifröst – Myndband

Í Latabæ leikur allt í lyndi, allir eru vinir, lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug. Halla hrekkjusvín er næstum alveg hætt að hrekkja. Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjarstjórinn bíður eftir forsetaheimsókn og Stína símalína er stanslaust í símanum. Allt eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunnar.

Leikhópur 10. bekkjar Árskóla frumsýnir leikritið um Glanna glæp í Bifröst miðvikudaginn 14. mars kl. 17. Miðapantanir í síma 453 5216.

Aðrar sýningar verða:
Miðvikudagur 14. mars kl. 20:00
Fimmtudagur 15. mars kl. 17 og 20
Föstudagur 16. mars kl. 17
Laugardagur 17. mars kl. 14 og 17
Sunnudagur 18. mars kl. 14 og 17

Feykir brá sér á æfingu stuttu fyrir frumsýningu og ræddi við persónur Latabæjar og fólkið sem vinnur baksviðs og lætur hlutina ganga upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir