Gönguskíðabraut opnuð á skíðasvæðinu í Tindastólnum

Skjáskot af myndbandi á síðu Skíðasvæðis Tindastóls frá því um hádegi í dag.
Skjáskot af myndbandi á síðu Skíðasvæðis Tindastóls frá því um hádegi í dag.

Það er rjómablíða á Norðurlandi vestra í dag og það er skemmtileg tilviljun að á fyrsta vetrardegi hefur u.þ.b. tveggja kílómetra löng skíðagöngubraut verið tekin í gagnið á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Er skíðagöngfólk boðið velkomið á svæðið en mælt er með því að göngumenn fari öfugan hring í dag.

Sagt var frá því á Facebook-síðu Skíðasvæðis Tindastóls í gær að opið yrði í lyftuna fyrir æfingahópa/krakka nú um helgina enda er strarfsemin enn ekki komin á fullt og undirbúningur fyrir veturinn enn á fullu. 

Sæmilegasta magni af snjó virðist hafa kyngt niður um síðustu helgi.„Það er gaman að sjá snjómagnið á svæðinu svona snemma veturs,“ segir á síðunni. Spáin fyrir sunnudag er með ágætum, spáð stilltu veðri en alskýjuðu. „Spennan er mikil og vonum við að hvíta gullið sé komið til að vera!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir