Heimir á Hofsósi á morgun - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, 11. mars með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru þrír, Birgir Björnsson, Óskar Pétursson og Þóra Einarsdóttir.

Óskar Pétursson þarf vart að kynna fyrir Skagfirðingum, fæddur og uppalinn í Álftagerði, einn Álftagerðisbræðra og hefur um langt skeið glatt áheyrendur um land allt með söng og líflegri framkomu.

Þóra Einarsdóttir hefur látið að sér kveða með Íslensku óperunni auk þess sem hún hefur m.a. sungið hlutverk í ENO, Opera North, Opera Factory London, Wiesbaden, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt, Berlín, Basel, Salzburg, Bologna, Malmö og Lausanne.

Birgir Björnsson kemur frá Akureyri, er af Mannskaðaætt út að austan. Hann syngur alla jafna með kórnum og sækir æfingar frá Akureyri.

Að sögn Gísla Árnasonar, formanns Heimis, eru þeir fjórir sem láta sig hafa það að sækja æfingar vestur yfir Öxnadalsheiðina en auk Birgis eru það Kristján Stefánsson, kenndur við Gilhaga og tveir ungir kórmenn sem stunda nám á Akureyri, þeir Gísli Höskuldsson og Gunnar Þórarinsson.

Stjórnandi kórsins er sem fyrr, Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgersson.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verða miðar seldir við innganginn. 

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega uppákomu, sem birt er á fésbókarsíðu kórsins, frá æfingu  er þeir Pétur Pétursson og Birgir Björnsson syngja tvísöng í "Ætti ég hörpu". Hver veit nema þetta hljómi á hofsósi annað kvöld.

Hér er skemmtileg uppákoma frá æfingu. Pétur Pétursson og Birgir Björnsson syngja tvísöng í " Ætti ég hörpu". Hver veit nema þetta hljómi á Hofsósi annað kvöld?

Posted by Karlakórinn Heimir on 10. mars 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir