Hjalti og Lára með nýja plötu

Hjónakornin
Hjónakornin

Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir stefna á að gefa út nýja plötu 25. ágúst næstkomandi. Er þetta önnur plata þeirra en fyrri plata þeirra sem heitir einfaldlega Hjalti og Lára, kom út árið 2013. Hjalti er, líkt og margir vita, alinn upp á Blönduósi en þau eru búsett á Akureyri.

Á Húnahorninu segir að útgáfutónleikar verði haldnir á Græna hattinum á Akureyri og í Fríkirkjunni, Reykjavík. Það var Stefán Arnar Gunnlaugsson sem stjórnaði upptökum á plötunni en fjöldi norðlenskra listamanna leika á plötunni.

Á plötunni má finna að mestu ný og frumsamin lög og texta eftir þau hjónin en einn texti er saminn af Hildi Eir Bolladóttur og þau Hjalti og Lára flytja einnig Vornæturljóð Elísabetar Geirmundsdóttur.

Hjalti og Lára standa nú fyrir áheitasöfnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að leggja útgáfunni lið og panta nýju plötuna, miða á útgáfutónleika eða einkatónleika. Enn vantar svolítið upp á að markmið þeirra náist þó söfnunin hafi gengið vel.

Hlusta má á fyrsta lagið á plötunni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir