Inga Heiða í úrslitum jólaleiks Póstsins

Inga Heiða sportar Jólakettinum að framan og leynivopninu að aftan. AÐSENDAR MYNDIR
Inga Heiða sportar Jólakettinum að framan og leynivopninu að aftan. AÐSENDAR MYNDIR

Það poppa ýmsir upp með hressa og skemmtilega leiki þegar líður að jólum og þar er Pósturinn engin undantekning. Þar á bæ hafa menn síðustu daga staðið fyrir leitinni að svakalegustu jólapeysunni og þátttakan var það góð að Póstmenn treystu sér ekki til að velja sigurvegara. Því fer nú fram kosning milli sjö þátttakenda um svakalegustu jólapeysuna. Að sjálfsögðu er Skagfirðingur í hópnum, Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni.

Feykir lagði nokkrar snúnar spurningar fyrir Ingu Heiðu og byrjaði að spyrja hverja hún teldi sigurmöguleika sína í keppninni. „Mér finnst mjög miklar líkur á að ég beri sigur úr býtum þar sem ég luma á leynivopni. Ekki nóg með að jólakötturinn hræðilegi prýði framhlið peysunnar þá er svört hauskúpa aftan á henni!“

Er þetta eina jólapeysan þín? „Ég á aðra fjöldaframleidda jólapeysu sem ég nota þegar ég vil láta lítið fyrir mér fara og vil ekki koma börnum til að gráta.“

Var algengt að íbúar í Óslandshlíðinni ættu jólapeysur? „Tískuvitundin hefur alltaf verið í hávegum höfð í Óslandshlíðinni. Anna Elísabet á heiðurinn af þessari peysu sem er endurunnin flík en Anna er algjört handavinnusjéní á meðan ég get varla þrætt nál,“ segir Inga Heiða.

Í lokin, hver eru uppáhalds jólalögin þín?Last Christmas á alltaf pláss í mínu hjarta en svo finnst mér Jólin eru okkar mjög fallegt lag.“

Úrslit í leiknum verða kynnt 22. desember og enn er möguleiki að kjósa um svakalegustu jólapeysuna. Smellið hér >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir