Ingimar Pálsson á Sauðárkróki Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Ingimar Pálsson á Sauðárkróki er Maður ársins á Norðurlandi vestra árið 2016. Mynd: KSE
Ingimar Pálsson á Sauðárkróki er Maður ársins á Norðurlandi vestra árið 2016. Mynd: KSE

Ingimar Pálsson, sem rekur fyrirtækið Topphesta á Sauðárkróki, var kosinn Maður ársins2016 á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Ingimar sem fagnaði 70 ára afmæli sínu á síðasta ári hefur í rúmlega 30 ár rekið reiðskóla og m.a. staðið fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn sem notið hafa mikilla vinsælda. „Á hann heiður skilinn fyrir að halda þessi öfluga starfi úti ár eftir ár,” segir m.a. í tilnefningu sem Ingimar fékk.

Ingimar brosir þegar hann rifjar upp að ein mamman sem hann hitti hafi sagt sér að dóttir sín hefði verið á Litla-Rauð á reiðnámskeiði. Sjálf hafði hún líka fengið Litla-Rauð til afnota á sínum tíma og í ljós kom að um var að ræða sama hestinn. Hestarnir eiga því sumir hverjir að baki langa starfsævi í bransanum líkt og Ingimar sjálfur. „Ég vil nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til þeirra sem glöddu mig með nærveru sinni og gjöfum og góðum kveðjum á sjötugsafmælinu mínu 24. júní síðast liðinn,“ segir Ingimar m.a. í spjalli í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir