Innansveitarkrónika á kosningahelgi

Á atkvæðaveiðum er innansveitarkrónika í flutningi sönglaganna.
Á atkvæðaveiðum er innansveitarkrónika í flutningi sönglaganna.

Sönglögin kynna til sögunnar Innansveitarkróniku á kosningahelgi sem ber yfirskriftina Á atkvæðaveiðum. Verður blásið til tveggja skemmtikvölda í tali og tónum þar sem rifjaðar verða upp vísur og gamansögur um frambjóðendur fyrr og nú í bland við perlur úr dægurlagasögunni.

Fram koma Óskar Pétursson, Kolbrún Grétarsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir ásamt sönglagasveitinni sem sér um tónlistarflutning. Agnar Gunnarsson frá Miklabæ og Pálmi Rögnvaldsson frá Hofsósi munu sjá um að kitla hláturtaugar.

Fyrri tónleikarnir verða í Félagsheimilinu Höfðaborg föstudaginn 28. október kl. 21.00. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 29. október kl. 21:00 í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Miðapantanir eru í síma 899 9480 og 891 8195. Húsin verða opnuð kl. 20:00 og er aðgangseyrir kr. 3.500. Tilboð í boði fyrir hópa og á þessari ekta skagfirsku skemmtun mun ríkja létt stemning þar sem setið verður við borð. Menningarráð Norðurlands vestra styrkir þessa viðburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir