Jan og Madeline kvödd með stæl
Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Af því tilefni flutti hljómsveitin ZE German and Ze Spielmeisters þekkt lög í kántrý- og blússtíl. Meðfylgjandi mynd er af vef Norðanáttar og var hún tekin á tónleikunum.
 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
