Jóhannes og Sunna krýnd Íslandsmeistarar í félagsvist á Félagsleikum Fljótamanna

Það var fín mæting á dögurð í Ketilási þar sem meðal annars Guðni Ágústsson sagði nokkur orð.
Það var fín mæting á dögurð í Ketilási þar sem meðal annars Guðni Ágústsson sagði nokkur orð.

Samkvæmt upplýsingum Feykis er skemmtileg helgi að baki í Fljótum en Félagsleikar Fljótamanna gengu vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega samstarfsfúsir og boðið upp á frekar lásí veðurpakka þessa verslunarmannahelgina.

Dagskráin hófst á föstudagskvöld með tónleikum Gertrude and the Flowers. Á laugardaginn hófst dagskráin með dögurði þar sem ýmsir komu fram með fróðleik og skemmtun. Þá var haldið Íslandsmót í félagsvist (innan gæsalappa) þar sem Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum vann titilinn í flokki karla og Sunna Áskelsdóttir á Minni-Grindli sigraði í flokki kvenna. Um kvöldið var svo haldið barsvar, gamanmál, fjöldasöngur og ball þar sem Fljótabandið lék undir dansi.

Á sunnudeginum hófst svo dagurinn á Fljótahlaupinu. Hlaupnir voru 13 km hringur og 3 km skokk og bændaganga um Brúnastaðaland. Þá var framreidd kjötsúpa í boði KS og Orkusölunnar. Þá voru tónleikar í Barðskirkju og loks sögustund um Bakkabræður á Gimbur gistiheimili.

Feykir fékk góðfúslegt leyfi frá Sjöfn á Reykjarhóli og Guðrúnu Elínu Björnsdóttur til að birta nokkrar myndir frá helginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir