Lokahátíð Þjóðleiks

Frá Lokahátíð Þjóðleiks - þátttakendur í skrúðgöngu. Mynd: Íris Olga Lúðvíksdóttir
Frá Lokahátíð Þjóðleiks - þátttakendur í skrúðgöngu. Mynd: Íris Olga Lúðvíksdóttir

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land. 

Á hátíðinni í Varmahlíð sýndu fjórir leiklistarhópar af Norðurlandi vestra og Vestfjörðum afrakstur vinnu sinnar í vetur. Voru það leiklistarval Varmahlíðarskóla og Árskóla, sem og leiklistarhópar úr grunnskólum Ísafjarðar og Hólmavíkur. Sýnt var í Miðgarði en einnig var sett upp alvöru leikhús í setustofunni svokölluðu í Varmahlíðarskóla og var ekki síðra að sýna þar. Þrjú verk voru samin fyrir Þjóðleik í ár:  Feita mamman eftir Auði Jónsdóttur, Loddararnir eftir Snæbjörn Brynjarsson og Morð! eftir Ævar Örn Benediktsson. Voru þau öll sýnd á hátíðinni.

Í tilefni hátíðarinnar hélt Þjóðleikhússtjóri móttöku fyrir sveitarstjórnarfólk og styrktaraðila Þjóðleiks.

Íris Olga Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Þjóðleiks á Norðurlandi og Vestfjörðum var að vonum ánægð með hátíðina. Hún gaf Feyki.is góðfúslegt leyfi til að birta myndir frá hátíðinni og þökkum við henni kærlega fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir