Mikil ánægja með leikskólann Barnaból á Skagaströnd

Mynd af vef Skagastrandar.
Mynd af vef Skagastrandar.

Leikskólinn Barnaból tók þátt í foreldrakönnun Skólapúlsins og voru niðurstöður hreint út sagt frábærar. Sé árangurinn borinn saman við aðra skóla almennt á landinu er Barnaból að koma mun betur út á öllum lykilmælingum. Það sem er þó kannski enn mikilvægara er hversu miklu ánægðari foreldrar eru með skólann miðað við í síðustu mælingu, sem var gerð 2014. Almenn ánægja með leikskólann hefur aukist um 42% og ánægja með vinnubrögð um 55,6% frá því 2014.

Fram kemur á vefsíðu Skagastrandar að í könnuninni kom fram að 100% ánægja var á meðal foreldra með:

  • Ánægja foreldra með leikskólann
  • Ánægja barnsins í leikskólanum
  • Ánægja með vinnubrögð
  • Ánægja með stjórnun
  • Síðast en ekki síst mælingunum um þátttöku á aðgreiningar, sem endurspeglar við eitt af grunngildum Hjallastefnunnar um að „mæta hverju barni“

Einnig er stór liður í mati á skólastarfinu árlegt gæðainnlit þar sem hjallískir starfshættir eru skoðaðir. Kom Barnaból mjög vel út úr því mati í samanburði við aðra hjallaskóla eða með 97% af uppfylltum matsatriðum.

Heimild: Skagaströnd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir