Mikilvægt að vera einróma og búa til skíra ímynd

Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna. Mynd: Úr einkasafni.
Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna. Mynd: Úr einkasafni.

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Var þess meðal annars minnst með ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík í síðustu viku. Nú eru í boði fjórar námsleiðir við deildina og næsta haust verður þeirri fimmtu bætt við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan deildin hóf starfsemi haustið 1996, eins og deildarstjórinn, Laufey Haraldsdóttir, rifjaði upp með blaðamanni Feykis í byrjun vikunnar.

„Ég held að okkar stærsta tækifæri hér í Skagafirði liggi í því að vera samstíga í að markaðssetja svæðið, þó við séum ekki alltaf alveg sammála um hvernig á að gera það. En það er mikilvægt að við séum einróma um það þannig að við sköpum sterka ímynd af svæðinu. Við höfum ennþá tækifæri til stýra ferðamannastraumnum hingað og skipulagi ferðamála í héraði. Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að búa til skíra ímynd,“ segir Laufey meðal annars í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir