Ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson

Nýja ljóðabókin Gísla. MYND AÐSEND
Nýja ljóðabókin Gísla. MYND AÐSEND

Væntanleg er ljóðabókin, Hafið... 20 cm í landabréfabók. Boðið er upp á sammannlegar hugleiðingar á mannamáli og stiklað á stóru um hugðarefni rúmlega fertugs karlmanns og sýn hans á lífið.

Á milli bókarinnar Svartuggar (2019) og Hafið... 20 cm í landabréfabók (2023) gaf Gísli út plötuna Bláturnablús (2022) en hafði þá eignast sitt fyrsta barn og er ljóðabókin Hafið... 20 cm í landabréfabók lituð af þeirri reynslu. Snúið er upp á karlmennskuleg gildi og skoðað tilfinningar og hugleiðingar rúmlega fertugs karlmanns. Allt er þetta á mannamáli og sammannlegt þótt inn í blandist hverfingar og líkingar. Hafið... 20 cm í landabréfabók er 8. ljóðabók Gísla Þórs (og 13 verk í heild ef taldar eru með hljómplötur), en fyrsta bók Gísla, Harmonikkublús kom út árið 2006 og er Gísli því að hefja 3. áratuginn á ritvellinum. Forsala er hafin á nýju ljóðabókinni og hægt er að panta hana með því að senda tölvupóst á thorgillon@gmail.com og/eða senda mér skilaboð á facebook. Formlegur útgáfudagur er svo 17. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir