Ofurmenni að gera það gott

Rappsveitin Úlfur Úlfur er skipuð Króksurunum Aroni Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni.
Rappsveitin Úlfur Úlfur er skipuð Króksurunum Aroni Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni.

Nýjasta lag Króksaranna Arnars Freys Frostasonar og Helga Sæmundar Guðmundssonar, sem skipa eina vinsælustu rappsveit landsins í dag, Úlfur Úlfur, hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið skipar nú 16. sæti á vinsældalista Rásar tvö.

Sveitin er meðal þeirra sem koma fram á Bræðslunni á Borgarfirði eystra annað kvöld, á svokölluðum föstudagsforleik í Fjarðarborg. Þá mun sveitin koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Stöðuuppfærsla á fésbókarsíðu sveitarinnar hefur vakið athygli, en þar er fjallað um kynferðisglæpi á útihátíðum. Stöðuuppfærslan er eftirfarandi:

Úlfur Úlfur spilar á Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er spenntur því á íslandi fá listamenn sjaldan eða aldrei tækifæri til þess að koma fram við sambærilegar aðstæður - í risavöxnu kerfi á risavöxnu sviði fyrir framan risavaxið mannhaf - sérstaklega ekki ef maður er stelpa. Sem betur fer erum við tveir gaurar. Það er gaman á þjóðhátíð. þessvegna mæta 15 eða 20 þúsund manns árlega í dalinn. svona margir koma ekki saman nema von sé á góðu. Það er staðreynd. Á Þjóðhátíð hefur fólki verið nauðgað og mál þeirra meðhöndluð á vafasamann hátt. Hagsmunaaðilar eru svo stoltir að þeir fara í vörn fremur en að hlusta og læra þegar þeir eru gagnrýndir og fyrir vikið batna aðstæður ekki fyrir þolendur. Þeim er enn nauðgað. Það er líka staðreynd. Það eru nauðgarar sem nauðga en það eru aðrir sem skapa aðstöðu fyrir þá - t.d. þegar lögreglustjóri þaggar niður í umræðu um brot á hátíð sem hafnar samstarfi við Stígamót. Það er verið að verja orðspor hátíðarinnar og bæjarfélagsins af svo miklum mætti að áhrifin virka öfug og orðsporið verður að engu. hættið að berjast á móti og berjist frekar með. í alvöru. Þetta er pínlegt fyrir alla. Við hvetjum alla málsaðla til þess að hlusta á ákall samfélagsins um betrumbætur. það er enginn að gagnrýna hátíðina til þess að skemma fyrir Vestmannaeyjum - við viljum bara sjá alla sem málið varðar snúa vörn í sókn. Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.

Lagið Ofurmenni og myndbandið er að finna hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir