Opið fyrir spurningar á rafrænum íbúafundi í Skagafirði

Sólarlag á Skagafirði. MYND: ÓAB
Sólarlag á Skagafirði. MYND: ÓAB

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 1. desember kl. 20:30. Á heimasíðu Skagafjarðar segir í tilkynningu að um þessar mundir sé unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk.

Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Opið verður fyrir spurningar og verða sveitarstjóri og sveitarstjórnarfulltrúar til svara. Um er að ræða rafrænan íbúafund sem haldinn verður á Teams og er öllum velkomið að taka þátt.

Hlekkur á fundinn verður birtur á heimasíðu og Facebook síðu Skagafjarðar fyrir fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir