Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.

Vökuhaldarrar eru farnir að leka nokkrum dagskrárliðum á Facebook-síðu Húnavökunnar en auk Páls Óskars og Bandmanna mæta Benedikt Búálfur og Dídí, Leikhópurinn Lotta, Íþróttaálfurinn og Solla Stirða á svæðið. Taylors Tivolíláta sig ekki vanta en einnig verða fastir liðir eins og útitónleikar og brekkusöngur, grill, knattspyrnuleikur, Veltibíllinnverður á staðnum, hægt verður að fara í útsýnisflug, golfarar komast á golfmót, hlaupagikkir í Blönduhlaup, hægt verður að komast á tónleika og á bíósýningu og margt fleira.

Húnavakan er alvöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir