Pavel verður á tveimur stöðum í einu í kvöld

Pavel, Guðmundur, Helga og Edda í Kappsmáli. Myndin gefur vissa ábendingu um hvor atburðinni verður í beinni í kvöld. MYND AF FB-SÍÐU RÚV
Pavel, Guðmundur, Helga og Edda í Kappsmáli. Myndin gefur vissa ábendingu um hvor atburðinni verður í beinni í kvöld. MYND AF FB-SÍÐU RÚV

Skemmtiþátturinn Kappsmál er enn á ný kominn í rennsli hjá Sjónvarpinu en þar eru þátttakendur grillaðir yfir hægum sjónvarpseldi um íslensku tunguna. Þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik, Pavel Ermolinski, verður í hópi þeirra sem verða grillaðir í kvöld en hann og félagi hans, Guðmundur Stephensen, mæta íþróttafréttakonum RÚV, snillingunum Eddu Páls og Helgu Margréti.

„Jú, ég mæli með að fólk horfi en þetta er mjög krefjandi keppni við erfiðar aðstæður,“ tjáði Pavel Feyki þegar hann var inntur eftir hvort hann mælti með því að fólk horfði á þáttinn.

Svo undarlega vill til að á sama tíma og Kappsmál verður sýnt í sjónvarpinu þá verður Pavel með lið Tindastóls í sínum gamla heimabæ, Borgarnesi, þar sem strákarnir mæta liði Hattar í undanúrslitum Álborg SK88 mótinu í Fjósinu. Það segir glöggum lesendum Feykis væntanlega að Pavel er ekki í beinni á báðum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir