Peningagjöf vegna lyftu í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju

Þuríður Harpa Sigurðardóttir veitir Eymundi Þórarinssyni viðurkenningu fyrir aðgengismál. Mynd: KSE
Þuríður Harpa Sigurðardóttir veitir Eymundi Þórarinssyni viðurkenningu fyrir aðgengismál. Mynd: KSE

Á fimmtudagskvöldið var hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar haldin í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Við það tækifæri afhenti Sjálfbjörg peningagjöf vegna lyftu sem stendur til að koma upp í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir aðgengismál.

Viðurkenningu hlaut Eymundur Þórarinsson sem leigir út Óskahúsið, glæsilegan sumarbústað í Varmahlíð þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar, innan dyra sem utan. Þá hlutu þau Gunnar B. Gíslason og Karen xxxdóttir sem reka Bláfell á Sauðárkróki viðurkenningu fyrir bætt aðgengi. Þar hefur stétt fyrir utan söluskálann verið endurnýjuð og eru rampar beggja vegna á henni, þannig að hægt er að komast þangað inn í hjólastól.

Það var notaleg stemning á aðventugleðinni og boðið var upp á heitt súkkulaði, smákökur og konfekt. Agnar Gunnarsson á Miklabæ flutti aðventuþanka, Helga Bjarnadóttir las fallega jólasögu og söngkonan Edda Borg söng nokkur lög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. /KSE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir