Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

Frá Skagastrond. MYND: ÓAB
Frá Skagastrond. MYND: ÓAB

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.

Gámar verða aðgengilegir frá og með föstudegi við áhaldahúsið á Skagaströnd og á Kröfluplani í útbænum.Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu við Bjarmanes fyrir hungraða og þyrsta plokkara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir