Prentað með ryði

Inga Birna og börnin/Mynd: BG
Inga Birna og börnin/Mynd: BG

Nýlega stóð Sumar TÍM fyrir námskeiði í Textílprentun, í Húsi frítímans, fyrir 1.-6. bekk. Inga Birna Friðjónsdóttir hélt utan um námskeiðið en hún lærði fatahönnun í Danmörku.

Í samtali við Feyki sagði Inga Birna að partur af lokaverkefni hennar í Danmörku hafi verið fólginn í að prenta á efni með náttúrulegum leiðum. „Þannig að ég var að leika mér að prenta með ryði og það varð kveikjan að þessu námskeiði. Við höfum verið að leika okkur að prenta efni með ryðguðum hlutum.“ Inga Birna segir að fyrst hafi hún farið með hópinn í fjársjóðsleit, þau hafi gengið um iðnarahverfi Sauðárkróks og út í Kjarna þar sem þau fengu að safna ryðguðum hlutum í poka. Prentunin felst í því að leggja ryðguðu hlutina á efni, hella vatni og ediki yfir og leyfa þessu að standa í sólarhring. Aðferðin er ekki aðeins frumleg heldur einnig umhverfisvæn .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir