Sæmdur gullmerki Kiwanis á sextugsafmælinu
Ólafur Jónsson á Hellulandi í Skagafirði var á dögunum sæmdur gullmerki Kiwanis í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Ólafur hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir kiwanisklúbbin Drangey, sem og á landsvísu.
Ólafur hefur verið mjög ötull í öflugu starfi Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og var m.a. í forsvari fyrir viðamikla söfnun fyrir speglunartækjum sem afhent voru Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Mottumars í fyrra. Þá má geta þess að hann er formaður hjálmanefndar sem stendur að afhendingu reiðhjólahjálma til sex ára barna um land allt.
