Snyrtistofan Blær hefur opnað á Hvammstanga

Rakel Sunna á snyrtistofunni. AÐSEND MYND
Rakel Sunna á snyrtistofunni. AÐSEND MYND

Snyrti- og förðunarfræðingurinn Rakel Sunna Pétursdóttir hefur opnað snyrtistofuna Blæ á Hvammstanga. Þar mun hún bjóða upp á allar helstu snyrtimeðferðir; andlitsmeðferðir, litun og plokkun/vax, vaxmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu og nudd. Rakel Sunna hóf starfsemi þann 11. apríl og segir viðtökurnar hafa verið góðar.

Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu en foreldrar hennar búa í Víðidalnum. Aðspurð út í hvar hún aflaði sér menntunar í faginu segist Rakel hafa lært snyrtifræðina við Fjölbrautaskólanna í Breiðholti. „Það er eini skólinn á landinu sem býður upp á snyrtifræðinámið.“ Fyrst eitt til tvö árin er bóklegur grunnur þar sem nemendur læra m.a. líffræði, efnafræði, heilbrigðisfræði og fleira. „Síðan eru það tvö ár á verklegri braut þar sem er bæði kennt bóklegt og verklegt. Á þessum tveimur árum erum við að læra allar helstu snyrtimeðferðir auk sérmeðferða. Síðan eftir útskrift af snyrtifræðibraut tekur við níu mánaða samningur á snyrtistofu. Ég tók samninginn minn á snyrtistofunni MC Guinot og var hún Katrín Þorkels. snyrtifræðimeistari, meistari minn,“ segir Rakel Sunna.

Förðunarfræðinámið tók Rakel í Reykjavík Makeup School undir handleiðslu Sillu og Söru.

Snyrtistofan Blær er til húsa að Eyrarlandi 1 í Búlandi á Hvammstanga, norðanmegin á annarri hæð í húsinu. Hægt er að panta tíma inni á Noona.is og með Noona appinu. Rakel segist stefna á að selja ýmis konar húðvörur, naglalökk og handa- og fótkrem þegar fram líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir