Starfshópur stofnaður um stefnumótun í málefnum aldraðra

Húnahornið segir frá því að á fundi öldungaráðs Húnabyggðar í vikunni hafi verið lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu. Markmiðið er að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara. Lagt var til að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins.

Tilnefndar voru Helga Margrét Jóhannesdóttir frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Ásta Þórisdóttir frá Félags- og skólaþjónustu bs., Ásgerður Pálsdóttir frá Félagi eldri borgara í Húnabyggð og Ásdís Ýr Arnardóttir frá öldungaráði Húnabyggðar.

Starfshópurinn mun vinna náið með öldungaráði og stefnt er að því að ljúka drögum að stefnumótun í málefnum aldraðra í september á þessu ári.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir