Stefnt að opnun Hótel Blönduóss um miðjan maí

Mynd frá í vikunni sem sýnir hvernig Hótel Blönduós tekur á sig fallega mynd: MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Mynd frá í vikunni sem sýnir hvernig Hótel Blönduós tekur á sig fallega mynd: MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Það er ekki langt síðan nýir eigendur eignuðust Hótel Blönduós og hófu þar gagngerar endurbætur. Hótelið gamla, sem staðsett er á fallegum stað í Gamla bænum á Blönduósi, er nú óðum að taka á sig glæsilega mynd. Á nýlegri heimasíðu hótelsins segir að dyr hótelsins verði opnaðar þann 15. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðið upp á glæsileg opnunartilboð sem gildir ef bókuð er gisting daga 15. maí til 7. júní.

Fram kemur að innifalið í tilboðinu sé gisting í double/twin herbergi í eina nótt, morgunverður, fordrykkur og tveggja rétta kvöldverður.

Hótelið skartar nítján herbergjum; einmennings- og fjölskylduherbergjum og öllu þar á milli. Baðherbergi eru á öllum herbegjum sem og sturta en þó eru nokkur herbergi með baði. Ýmist er útsýni yfir gamla bæinn eða Húnaflóann úr herbergjunum.

Myndina sem fylgir fréttinni tók Róbert Daníel Jónsson nýlega en myndir af hótelinu að innan má sjá á heimasíðunni en þar er einnig hægt að smella sér á opnunartilboðið >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir