Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Einu sinni var. MYND AÐSEND
Einu sinni var. MYND AÐSEND

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.

Búast má við úrvals hestum, knöpum og stórskemmtilegum kynnum sem leiða áhorfendur í gegnum sýninguna. „Von er á gæða knöpum og hestum að sunnan sem munu bætast við þau stórgóðu pör sem við höfum hér fyrir norðan. Áhorfendur verða í aðalhlutverki sem áður og má segja að rjóminn af skemmtilegasta fólki landsins þó víðar yrði leitað verði saman komið í Reiðhöllinni Svaðastöðum, föstudagskvöldið 29. steptember, “ segir Sæþór Már Hinriksson annar skipuleggjandi sýningarinnar. Húsið opnar kl.19:00, sýningin hefst á slaginu 20:00 og forsala aðgöngumiða hefst á N1 Sauðárkórki nk.föstudag. Forsöluverð er litlar 4000. Kr og almennt verð 4500 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir