Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum

Það verður gaman í Sumarkjóla- og búbbluhlaupinu. MYND AF FB-SÍÐU SAUÐÁR
Það verður gaman í Sumarkjóla- og búbbluhlaupinu. MYND AF FB-SÍÐU SAUÐÁR

Á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst, verður haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki Sumarkjóla- og búbbluhlaup. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem halda utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og nú síðustu ár hefur verið haldið Proseccohlaup í Elliðarárdalnum sem hefur tekist mjög vel. Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd sem hefur það eina markmið að hafa gaman,“ segir Vala Hrönn Margeirsdóttir sem er ein af þessum rammvilltu.

Það er engin tímataka, allir fara á sínum hraða og njóta þess að fara um okkar fallegu náttúru sem Litli skógur og Skógarhlíðin hafa upp á að bjóða. Þátttökugjaldið er ein flaska af freyðivíni sem fer í púkk en það verður skálað fyrir hlaup, á meðan á því stendur og svo að sjálfsögðu verður skálað í lok hlaupsins. Mæting í sumarkjól með freyðivín um hönd á pallinn við veitingastaðinn Sauðá sem stendur í hlíðinni fyrir ofan Síkið (Sæmundarhlíð).

Hlaupið byrjar klukkan 17 og allir sem hafa náð 20 ára aldri eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir