Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

Stebbi og Hasna láta sig ekki vanta á leiki Tindastóls. AÐSEND MYND
Stebbi og Hasna láta sig ekki vanta á leiki Tindastóls. AÐSEND MYND

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.

Geturðu lýst gærkvöldinu? „Eitt orð: Veisla.“

Hvað er eftirminnilegast úr leiknum? „Boston Celtics húfan hans Ágústs Inga Ágústssonar, hún gerði gæfumuninn.“

Hvað þýðir þetta fyrir þig og fólkið í kringum þig? „Þetta þýðir að við erum Íslandsmeistarar og því munum við fagna vel næstu daga.“

Einhver skilaboð til Tindastólsmanna - leikmanna og stuðningsfólks? „Langar að þakka öllum sem hafa komið að þessu, það eru mörg hundruð manns í gegnum áratugi. Án sjálboðaliða er ekkert félag, þar er Tindastóll framar flestum öðrum. Þetta var fyrir Bjössa á Borg,“ segir Stebbi í lokin. Bjössi féll frá í byrjun árs eftir erfið veikindi en hann lagði líf og sál í aðstoða og starfa fyrir klúbbinn sinn um langt árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir