Þekktir rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í Safnahúsinu í kvöld

Arnar Már Arngrímsson hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016. Mynd: rsi.is
Arnar Már Arngrímsson hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016. Mynd: rsi.is

Í kvöld 23. nóvember klukkan 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Fjórir rithöfundar koma í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Að þessu sinni koma Davíð Logi Sigurðsson sem les úr bók sinni Ljósin á Dettifossi, Sigríður Hagalín Björnsdóttir úr bók sinni Eyland og Stefán Máni úr bók sinni Svarti galdur. Auk þeirra kemur Arnar Már Arngrímsson sem nýlega fékk barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrir sögu sína: Sölvasaga unglings en hann kemur í stað Bjartmars Guðlaugssonar sem forfallaðist.

Héraðsbókasafnið býður að venju upp á jólate og smákökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir