Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það var boðið upp á logn á Skagafirði þegar skemmtiferðaskipið mætt í morguni. Fleiri myndum verður bætt við fréttina þegar tími gefst til. MYND: ÓAB
Það var boðið upp á logn á Skagafirði þegar skemmtiferðaskipið mætt í morguni. Fleiri myndum verður bætt við fréttina þegar tími gefst til. MYND: ÓAB

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.

Skipið er 181 metri að lengd, 26 metra breitt og 30.277 brt. og þar með stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Króknum. Fram kemur í frétt Skagafjarðarhafna að líkt og venja er þegar skip kemur í fyrsta sinn í höfn þá skiptust skipstjóri Azamara Pursuit og Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri á skjöldum.

Fyrri tvö skipin sem komu í sumar voru með um 200 farþega og það er því talsvert fleira fólk sem steig á land og viðraði sig á Króknum eða fór í lengri ferðir um héraðið. Búast má við samskonar heimsókn næstkomandi föstudag en þá kemur sama skip á ný í Skagafjörðinn en þá með nýjan hóp farþega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir