Tiltektardagur á Skagaströnd

Nú mæta allir sem vettlingi geta valdiið og láta hendur standa fram úr ermum. MYND AF SÍÐU SKAGASTRANDAT
Nú mæta allir sem vettlingi geta valdiið og láta hendur standa fram úr ermum. MYND AF SÍÐU SKAGASTRANDAT

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóranum á Skagaströnd en Alexandra minnir íbúa á að sveitarfélagið stendur fyrir tiltektardegi laugardaginn 30. apríl þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið!

Í tilkynningunni er bent á að gámar verða aðgengilegir frá og með föstudegi við áhaldahús og á Kröfluplani í útbænum.Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu á laugardegi við Bjarmanes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir