Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.

Að sögn Karls Sigurgeirssonar eru kórfélagar nær 30 talsins og vel skipað í raddir og æfir kórinn einu sinni í viku í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju. Kórinn hélt tvenna jólatónleika í vetur, en framundan eru tónleikar í Blönduósskirkju, Seltjarnarneskirkju, í Búðardal og loks Vortónleikar á Hvammstanga.

Tónleikarnir í Blönduóskirkju hefjast kl. 21:00. Aðgangseyrir kr. 3.000,- (enginn posi), frítt fyrir 14 ára og yngri.

„Komið og eigið með okkur ánægjulega stund,“ segir í tilkynningu frá kórnum enda sé dagskráin fjölbreytt að vanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir