„Tónlistarhátíðir verða að stækka“

Adam Smári Hermannsson og Ásdís Þórhallsdóttir eru framkvæmdastjórar Gærunnar í ár. Mynd: KSE
Adam Smári Hermannsson og Ásdís Þórhallsdóttir eru framkvæmdastjórar Gærunnar í ár. Mynd: KSE

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki 11.-13. ágúst. Undirbúningur er nú kominn í fullan gang en nokkur óvissa ríkti um afdrif hátíðarinnar vegna greiðsluþrots Loðskinns, en hátíðin hefur verið haldin í húsakynnum fyrirtækisins. Nú er hins vegar ljóst að hátíðin verður haldin þar, líkt og verið hefur frá upphafi.

„Við höfum aðeins verið þetta á „hold“ vegna þessarar óvissu en nú höfum við fengið grænt ljós, sögðu þau Adam Smári Hermannsson og Ásdís Þórhallsdóttir, framkvæmdastjórar hátíðarinnar, þegar Feykir hitti þau að máli á dögunum. Segja þau það mikið gleðiefni þar sem erfitt er að finna annað húsnæði á staðnum sem myndi henta þessum viðburði. Reiðhöllin hefði helst komið til greina en hún verður upptekin umrædda helgi vegna Sveitasælunnar 2016.

Ásdís segir að nú sé undirbúningur komin í fullan gang og miðasala sé að hefjast á tix.is. „Við vildum ekki setja upp stóru seglin fyrr en við værum vissum hvernig þetta færi, en nú er allt komið á fullt,“ segir Adam Smári. Hann segist vonast eftir enn meiri aðsókn en í fyrra, sem var þó betri en árin þar á undan. „Það er bara grundvöllur fyrir því að gera tónlistarhátíðar hátíð að hún stækki og því er númer eitt, tvö og þrjú að fólk mæti,“ segir Adam Smári og Ásdís bætir við að þau ætli að halda sama lága miðaverðinu, en líklega sé hvergi hægt að komast á jafn ódýra þriggja daga tónlistarhátíð. Rætt er við þau í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir