Ung-messa á sunnudaginn

Ungmenni verða í aðalhlutverkum í Ung-messu í Sauðárkrókskirkju á sunnudagskvöldið.
Ungmenni verða í aðalhlutverkum í Ung-messu í Sauðárkrókskirkju á sunnudagskvöldið.

Á sunnudaginn er boðið til léttrar kvöldmessu, svokallaðrar ung-messu, í Sauðárkrókskirkju. Í messunni verða ungmenni í öllum aðalhlutverkum. Um tónlistarflutning sjá Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur og Róbert Smári Gunnarsson ásamt Rögnvaldi Valbergssyni.

Matthildur Kemp Guðnadóttir, formaður nemendafélags FNV flytur hugleiðingu og krakkar úr Árskóla og FNV flytja ritningartexta og bænir. Messan hefst klukkan 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir