Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.

Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki.

Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 19 og hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst kl. 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt.

Miðaverði er stillt í hóf en matur og ball kostar kr. 5.000 en þeir sem aðeins vilja komast á ball borga kr. 3.000. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir