Vélmennadans Gísla Þórs komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson, sem nefnist Vélmennadans. Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp kvikna spurningar um flókið líf tölva og snjallsíma og vélmennið spyr sig: Er ég ekki manneskja? Er ég kannski app?

Fyrsta bók Gísla Þórs, Harmonikkublús kom út árið 2006. Vélmennadans er sú fyrsta með nýju efni síðan 2010, en þá kom út Sæunnarkveðja - sjóljóð. Í fyrra kom út yfirlitsbókin Safnljóð 2006-2016.

Gísli Þór hefur einnig gefið út hljómdiska og m.a. lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar.

Mynd á kápu teiknaði Auður Eyleif Einarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir