Mannlíf

„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.
Meira

Áhugaverðir fyrirlestrar um ferðamál og kirkjuna í kvikmyndum

Það hefur verið mikið um að vera Hólum í Hjaltadal þessa dagana en auk fagnaðar í tilefni af Alþjóðlega ferðamáladeginum, eins og greint hefur verið frá á Feyki.is, er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra sem eru öllum opnir, ýmist á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla eða Guðbrandsstofnunar.
Meira

Haldið upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hélt upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn sl. þriðjudag með morgunverðarfundi á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum. Á vef Hólaskóla segir að ferðamál á Íslandi hafi verið þar til umræðu og sett í stærra samhengi með því að tengja markmið Alþjóðaferðamálastofnunarinnar og ferðamál í okkar nánasta umhverfi.
Meira

Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.
Meira

Fullt út úr dyrum á Kaffi Króki á útgáfuhátíð Sögufélags Skagfirðinga

Í dag fór fram á Kaffi Króki útgáfuhátíð og kynning vegna nýrrar bókar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, en það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Fullt var út úr dyrum og frábær stemning.
Meira

Útgáfufagnaður bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa

Föstudaginn 9. október verður útgáfu bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa fagnað í Hótel Varmahlíð. Bókin hefur að geyma úrval lausavísna Sigurðar Óskarssonar, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólmi í Skagafirði.
Meira

Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.
Meira

„Gaman að eiga stefnumót við gamla tíma“

„Þetta byrjaði þannig að árið 1995 fór ég að gefa út pésa eða smákver með minningum sem ég sendi vinum mínum í staðinn fyrir jólakort. Ég hef haldið þeim sið síðan og mörg af þessum kverum eru með æskuminningum mínum af Króknum. Það sem ég gerði núna var að ég tók þessa pésa og er búinn að breyta þeim talsvert, stytta sumt og sumstaðar hef ég bætt heilmiklu við. Svo hef ég skrifað nokkra nýja þætti og tengt þetta allt saman í nýja heild,“ útskýrir Sölvi Sveinsson sem var að gefa út bókina Dagar handan við dægrin – Minningarmyndir í skuggsjá tímans. Í bókinni fjallar hann um minningar sínar frá uppvaxtarárunum á Króknum. Sölvi settist niður með blaðamanni Feykis og sagði frá tilurð bókarinnar.
Meira

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Meira

Flatbökuhlaðborð í Fljótum

Fimmtudaginn 8. október n.k. munu nemendur í 9. bekk Grunnskólans austan Vatna vera með pizzuhlaðborð á Ketilási. Pizzahlaðborðið er fjáröflunarverkefni þeirra en þau eru að fara á Lauga í Sælingsdal í febrúarbyrjun.
Meira