Mannlíf

„Þau eiga öll sinn stað í hjarta mínu, skólafjölskyldan mín“

Guðrún Hanna Halldórsdóttir í Helgustöðum í Fljótum lét sl. vor af störfum við Sólgarðaskóla eftir þrjátíu ára starf þar. Segja má að börn og búskapur hafi verið ævistarf Gunnu, eins og hún er oftast kölluð, því hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Helgi Jónsson, eiga sex uppkomin börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Meira

Allsstaðar eru þessir Skagfirðingar

Það er mikill gauragangur á heimasíðu Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og er það að sjálfsögðu vel. Fréttaritari síðunnar fylgir sínu fólki eftir og er duglegur við að beintengja ættir flestra þeirra sem skara fram úr á heimsvísu heim í Skagafjörð. Þannig hefur bara í þessari viku verið bent á að íslenska stjarnan í Poldark-þáttunum og verðlaunahafi Norðurlandaráðs eru Skagfirðingar og ekki alls fyrir löngu var sparkhetjan Gylfi Sigurðsson tengd í Óslandshlíðina.
Meira

Þægileg og fjölbreytt skótíska

Sækið ykkur kaffi og smá súkkulaði, ég ætla að ná mér í gos og hlaup því ég drekk ekki kaffi og finnst súkkulaði ekkert gott. Ég veit, ég er glötuð! En hér er ég á heimavelli og ætti mögulega að geta skorað nokkur mörk. Því ég var verslunarstjóri og seinna meir rekstrarstjóri yfir skóversluninni Focus skór í Kringlunni og sá þar að leiðandi um skóinnkaup í sjö ár og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast í skótískunni fyrir kvenfólk.
Meira

Styrktarsjóðurinn varð af mikilvægum tekjum

Vegna verkfalls SFR þurfti að aflýsa hinu árlega balli Styrktarsjóðs Húnvetninga sem halda átti í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardag. Vegna verkfallsins var ekki hægt að gefa út leyfi til dansleikjahaldsins og ekki fékkst undanþága til þess.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Loks er komið að því að opna Safnahús Skagfirðinga eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður til sýnis föstudaginn 30. október milli kl 16 og 18 og verður lyftan tekin formlega í notkun.
Meira

Kominn tími á barnaleikrit

Aðalfundur Leikfélags Blönduóss fór fram miðvikudaginn 14. október sl. Að sögn Guðmundar K. Ellertssonar formanns leikfélagsins var mætingin á fundinn heldur dræm og því var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir varðandi uppsetningu á leikriti.
Meira

Ort í þágu lífsins

Hagyrðingakvöld verður í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 30. október kl. 20. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson stjórnar þingi hagyrðinga, sem eru Sr. Hjálmar Jónsson, Halldór Blöndal, Sigurður Hansen, Gunnar Rögnvaldsson og Eyþór Árnason.
Meira

Höfðaskóli fær góða bókagjöf

Lárus Guðmundsson kom færandi hendi í Höfðaskóla í síðustu viku þegar hann gaf bókasafni skólans veglega bókagjöf. „Við kunnum Lárusi bestu þakkir fyrir vitandi að bækur þessar eiga eftir að nýtast nemendum og kennurum vel á komandi árum,“ segir á heimasíðu skólans.
Meira

Aukasýningar vegna frábærrar aðsóknar

Aðsókn á Kardemommbæinn í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks hefur verið frábær og hefur því verið ákveðið að bæta við fjórum sýningum, laugardaginn 31. október, kl. 14 og 17 og sunnudaginn 1. nóvember, kl. 14 og 17.
Meira

Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.
Meira