Mannlíf

Aukasýningar vegna frábærrar aðsóknar

Aðsókn á Kardemommbæinn í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks hefur verið frábær og hefur því verið ákveðið að bæta við fjórum sýningum, laugardaginn 31. október, kl. 14 og 17 og sunnudaginn 1. nóvember, kl. 14 og 17.
Meira

Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.
Meira

„Eins og að stíga inn í gamla tímann“

Við Suðurgötu á Sauðárkróki stendur Ártún, 125 ára gamalt hús. Það hefur þó ekki alla tíð staðið á sama stað heldur var það flutt á stokkum utan af Aðalgötu árið 1919, þangað sem það stendur nú. Húsið hefur lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar, nú síðast Björns Ásgrímssonar. Þegar hann lést, 94 ára að aldri þann 29. júlí sl., eignaðist bróðursonur hans Gísli Einarsson húsið.
Meira

Lúðarnir fóru á kostum

Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm.
Meira

Skagfirskir þátttakendur í Local food

Matarkistan Skagafjörður og Rúnalist í Skagafirði voru meðal aðila sem tóku þátt í matarhátíðinni Local Food á Akureyri á laugardaginn var. Hátíðin, sem haldin verður annað hvert ár, er einn stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu.
Meira

Litið inn til Lilju í Skrautmen - 2. þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í öðrum þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla fáum við að kynnast Lilju Gunnlaugsdóttur, sem rekur handverksfyrirtækið Skrautmen, og líta inn í vinnustofu hennar að Áshildarholti í Skagafirði. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags.
Meira

Ellert Heiðar í Voice Ísland í kvöld

Sauðkrækingurinn Ellert Heiðar Jóhannsson tekur þátt í keppninni Voice Ísland og kemur fram í fjórða þætti sem sýndur verður á Skjá einum í opinni dagskrá í kvöld.
Meira

Sýningar Kardemommubæjar fara vel af stað

Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikriti eftir Thorbjørn Egner, Kardimommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Kardimommubærinn á Króknum

Svei mér, ekki aftur. Ekki aftur Thorbjørn Egner, hvað sem leikritið nú heitir. Karíus, Dýrin, Kardimomman. Nei takk. Er ekki til neitt af nýjum, íslenskum leikritum handa börnum, spurði ég mig, er ekki til urmull af nútíma leikritum? Jú, Leikfélag Sauðárkróks hefur af og til sviðssett önnur barnaleikrit, jafnvel íslensk. En það virðist samt sem leikritin hans Egners liggi höndinni næst þegar skemmta á börnum á Íslandi. Heima í Þýskalandi er „Die Räuber von Kardemomme“ varla að finna á leikskrá leikhúsa.
Meira

Von ásamt Ölmu Rut og Kristjáni Gísla á styrktarsjóðsballi

Hið árlega Styrktarsjóðsball Húnvetninga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 24. október. Hljómsveitin Von ásamt Ölmu Rut og Kristjáni Gísla munu halda uppi stuðinu fram á nótt.
Meira