Mannlíf

Opnar vinnustofur í Gúttó

Sólon Myndlistarfélag á Sauðárkróki verður með opnar vinnustofur í Gúttó frá 18. nóvember og til jóla. Opið verður á föstudögum frá 17 – 20 og laugardögum frá 13 – 16.
Meira

Gísli Þór með safnljóðabók

Um þessar mundir fagnar Gísli Þór Ólafsson 10 ára útgáfuafmæli, en hans fyrsta ljóðabók, Harmonikkublús, kom út árið 2006. Í kjölfarið komu út fjórar ljóðabækur og fjórir hljómdiskar. Í bókinni,sem nefnist Safnljóð 2006-2016, er úrval ljóða og texta úr bókunum og af hjómdiskunum. Að sögn Gísla Þórs er stefnt á útgáfu eftir nokkrar vikur.
Meira

Bólu-Hjálmars minnst á degi íslenskra tungu

Á miðvikudaginn í næstu viku verður boðið til dagskrár um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Það eru Skagfirski kammerkórinn, nemendur 7. bekkjar í Varmahlíðarskóla og Kór eldri borgara sem koma fram á skemmtuninni, sem verður að Löngumýri kl. 20 um kvöldið.
Meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar útdráttur úr ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnd. Var verkið meðal annars sýnt í Grunnskólanum austan Vatna og þar var meðfylgjandi mynd tekin.
Meira

Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.
Meira

Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur

Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira

Örvar lofthræddi í heimsókn í Skagafirði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Meira

Hamingjan í lífi og starfi

Fimmtudaginn 3. nóvember býður Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar upp á opinn fyrirlestur í Húsi Frítímans kl. 20:00. Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, ráðgjafi, kennari og fyrirlesari sem heldur meðal annars úti síðunni Hamingjuhornið. Fyrirlesturinn snýst um það sem kemur okkur öllum við: hamingjuna.
Meira

Frambjóðendur og prúðbúnir kjósendur

Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira