Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Matgæðingarnir Borghildur og Gunnlaugur. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Borghildur og Gunnlaugur. Aðsend mynd.

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017. 

AÐALRÉTTUR
Beikonvafðir þorskhnakkar

þorskhnakkar
beikon
tamari sósa 

Aðferð:
Vefjið beikoninu utan um þorskhnakkana og penslið svo með tamari sósu. Grillið hvora hlið í  5 -7 mínútur. Þetta er ótrúlega einfalt, fljótlegt og gott.
Tillögur að meðlæti: Ofnbakað eða grillað grænmeti, ferskt salat, hrísgrjón og sósa.  

EFTIRRÉTTURBaconvafðir þorskhnakkar.
Uppáhalds ís

4 egg
2 dl sykur
½ l rjómi
vanilludropar

Aðferð:
Egg og sykur eru þeytt saman, rjóminn þeyttur sér og blandað saman við ásamt vanilludropum. 
Þessi uppskrift er frábær grunnur og hægt að blanda hverju sem er út í eins og súkkulaðibitum, toblerone, karamellukurli og fleiru. Svo er algjört æði að setja alls konar ávexti og sósur út á ísinn eftir að hann er kominn í skálina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir