Karríkjúklingur og marengskökur með sérrílegnum rúsínum

Elín Ása Ólafsdóttir með fallegt lamb úr Miðhópi. Mynd: úr einkasafni.
Elín Ása Ólafsdóttir með fallegt lamb úr Miðhópi. Mynd: úr einkasafni.

Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga var matgæðingur Feykis í 26. tölublaði ársins 2012. Hún gaf lesendum uppskriftir af karríkjúkling og marengskökum með sérrýlegnum rúsínum.

Karríkjúklingur fyrir 4 - 5
  • 1 stk kjúklingur
  • salt

Hluta kjúkling niður í fjóra hluta, raða þeim í ofnfast mót og strá salti yfir. Steikja í ofni í 20 - 30 mínútur á 200 - 225°C.

Sósa:
  • 2 laukar, steiktir í olíu
  • 2 tsk karrí
  • 4 dl vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 tsk koríander, malaður
  • ½ tsk engifer
  • 2 msk hveiti, hrært út í smá af vatni
  • 1/2 dl rjómi

Sjóða sósuna í 5 mínútur og hella henni síðan yfir kjúllann og hafa þetta í 20 mínútur í ofninum. Bera fram með hrísgrjónum og salati.

Marengskökur með sérrílegnum rúsínum
Marengskökur:
  • 3 eggjahvítur, stífþeyttar
  • 150 gr sykur, blandað varlega saman við

Gaman að setja smá matarlit í hluta af marengsnum. Sett í rjómasprautu og sprautað á bökunarpappír í litlar kúlur. Bakaðar við 100 - 125 °C gráðu hita í eina klukkustund.

Rúsínurjómi:
  • 3-4 dl rúsínur
  • 1-2 dl sérrí eða líkjör að eigin vali
  • 2 msk möndlur, fínsaxaðar
  • 5 dl rjómi, þeyttur
  • 100 gr suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði

Rúsínurnar eru lagðar í sérríið á meðan kökurnar eru að bakast. Þá er rjóminn þeyttur og síðan er þessu öllu blandað saman í 4-6 desertskálar (nokkrar kökur teknar frá til skrauts) og brætt súkkulaði sett yfir til skrauts.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir