Kjúklingarétturinn okkar

Mæðgurnar Helga Rósa og Arndís Lilja. Aðsend mynd.
Mæðgurnar Helga Rósa og Arndís Lilja. Aðsend mynd.

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“

Mæðgurnar gáfu okkur uppskrift að kjúklingarétti sem er í uppáhaldi hjá þeim og á eftir þykir þeim gott að fá sér kakósúpu með ís. 

AÐALRÉTTUR 
Einfaldar og góðar kjúklingabringur fyrir 4-5

4 vænar kjúklingabringur
sólþurrkaðir tómatar
rautt pestó
paprikusmurostur
matreiðslurjómi

Aðferð:
Takið kjúklingabringur og leggið flatar á bretti. Skerið inn í hliðina á bringunum, aðeins lengra en inn að miðju þannig að þær haldist saman. Opnið bringurnar og penslið rauðu pestói innan og utan á þær. Skerið sólþurrkaða tómata í smátt og raðið inn í. Lokið bringunum og raðið í eldfast mót. Hitið í  ofni á 180° í ca. 40 mín. 

Sósa:
Paprikusmurostur settur í pott ásamt smá matreiðslurjóma látið bráðna við vægan hita. Matreiðslurjóma bætt út í eftir þörfum til að þynna.

Meðlæti:
Sætar kartöflur skornar í bita og settar í eldfast mót með olíu, kryddað með timían og rósmarín.
Salat með káli, gúrkum, vínberjum, papriku, raðlauk og tómötum. Doritos snakk (blár poki) grófmulið út í og fetaostur settur út í rétt áður en salatið er borið fram.

EFTIRRÉTTUR
Kakósúpa

Útbúið Vilko kakósúpu eftir leiðbeiningum á pakka.
Snæðið með Emmes vanilluís út á

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir