Lambalæri og hitaeiningabomba

Að þessu sinni eru það Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Ragnar Heiðar Sigtryggsson í Bakkakoti í Refasveit sem koma með uppskriftir vikunnar. Fyrst fáum við uppskrift að ljúffengu lambakjöti og endum máltíðina með svaka freistandi hitaeiningabombu.

Aðalréttur:
Lambarlæri

  • 1 lambalæri
  • Allskonar laukar (rauðlaukur, blaðlaukur, hvítlaukur, perlulaukur og venjulegur laukur)
  • Það krydd sem þér þykir gott.

 

Gott  er að taka lærið út úr frysti ca. 5 dögum fyrir notkun og láta það þiðna í ísskáp. Síðustu tvo dagana taka það út, skera niður lauka sem þú vilt nota og setja í plastpoka og síðan lærið þar ofan í. Loka fyrir pokann og setja aftur í kæli, og taka hann svo út nokkru áður en þið ætlið að byrja að elda það. Svo í lokinn taka lærið út pokanum og krydda það með því kryddi sem þér þykir gott til að fá gott bragð á skorpuna.

Eftiréttur:
Hitaeiningabomba

  • 1 dós jarðaber (sleppa safanum)
  • 1 dós perur (sleppa safanum)
  • 3 – 4 bananar
  • 200 gr. rjómasúkkulaði
  • 4 – 5 kókosbollur

Brytjið banana og perur. Setjið í eldfast mót ásamt jarðaberjunum. Brytjið súkkulaðið og stráið yfir. Síðan eru kókosbollurnar stappaðar og settar ofan á.  Bakið  í ofni  við 200°  þangað til kakan verður ljósbrún. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir