Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

matgæðingarnir Guðmundur Henry og Hrefna Dögg.
matgæðingarnir Guðmundur Henry og Hrefna Dögg.

Þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd gáfu lesendum uppskriftir að gómsætum partýréttum í 47. tölublaði Feykis sem kom út um miðjan desember. Ekki reyndist pláss fyrir allt efnið frá þeim í blaðinu og því birtist síðasta uppskriftin hér en hún er að marensrúllu með lakkrístoppatvisti.

Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

Marensrúllan:

Byrjið á því að stilla ofninn á 140 gráður.

4 eggjahvítur
3 dl púðursykur
1 poki piparhúðað lakkrískurl

Eggjahvítur og púðursykur þeytt vel saman. Lakkrískurli blandað varlega saman við með sleif. 
Smurt á bökunnarpappírsklædda plötu og bakað í 45-50 mínútur. Takið úr ofninum og setjið smjörpappír yfir, snúið við.
Þegar botninn hefur kólnað er fyllingin sett á hann:

Fylling:

½ l þeyttur rjómi, smurður yfir botninn
1 poki Nóakropp með pipar

Botninum er svo rúllað upp.

Lakkríssósan:

1 pakki grænn Ópal
2 msk flórsykur
2- 3 msk rjómi
Allt sett í pott og brætt saman við lágan hita, þessu er svo hellt óreglulega yfir rúlluna þegar hún er komin á diskinn sem á að bera hana fram á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir